Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 16. janúar 2017 16:11
Elvar Geir Magnússon
Pogba skrifaði skilaboð til stuðningsmanna Man Utd
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, olli miklum vonbrigðum í jafnteflinu gegn Liverpool í gær.

Þessi dýrasti leikmaður heims var áberandi í umfjöllunum fyrir leikinn, hann frumsýndi nýja hárgreiðslu í leiknum, var með sérstakt kassamerki á Twitter og varð fyrsti fótboltamaður heims til að fá eigið emoji.

Á endanum átti Pogba mjög slakan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann klúðraði góðu færi áður en hann gerði mistök sem gerði það að verkum að Liverpool fékk vítaspyrnu.

Seinni hálfleikurinn var skárri hjá Pogba sem náði þó ekki að hafa mikil áhrif á leikinn.

Í dag setti Pogba upp mynd á Instagram og var jákvæður þrátt fyrir vonbrigðin í gær.

„Skítur skeður. Þá þurfum við að vera sterk. Ég er hér, tilbúinn að berjast og er til í næsta leik! Ég vil þakka stuðningsmönnum sem eru alltaf til staðar og hafa trú á mér. Við töpuðum allavega ekki. Hætti aldrei að berjast," skrifaði Pogba.



Athugasemdir
banner
banner
banner