Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. febrúar 2018 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Lögreglan í Barcelona yfirheyrði Evans og félaga
Gareth Barry verður 37 ára eftir viku. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.
Gareth Barry verður 37 ára eftir viku. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Reuters greinir frá því að lögreglan í Barcelona hafi yfirheyrt fjóra leikmenn West Bromwich Albion í tengslum við leigubílastuld.

West Brom er í æfingaferð á Spáni og eiga fjórir leikmenn liðsins yfir höfði sér refsingu fyrir að brjóta útgöngubann sem hafði verið sett. Það áttu allir að vera komnir heim fyrir miðnætti.

Hvorki félagið né leikmennirnir hafa viljað tjá sig um önnur atriði málsins heldur en að útgöngubannið hafi verið brotið.

Það er því ekki mikið vitað um málið annað en að Jonny Evans, fyrirliði West Brom, og þrír liðsfélagar hans, Gareth Barry, Boaz Myhill og Jake Livermore, komu of seint upp á liðshótelið.

Það þykir nokkuð augljóst að félagarnir hafi farið að skemmta sér á miðvikudagskvöldið og einhvern veginn endað á því að vera grunaðir um að hafa stolið leigubíl.
Athugasemdir
banner
banner