Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 16. mars 2018 14:55
Magnús Már Einarsson
Heimir: Veit ekki hvort Kolbeinn sé kominn í landsliðsklassa
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Kolbeinn er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og hans teymi tilkynntu í dag 29 manna hóp sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.

Þetta er síðasti landsliðshópurinn sem er valinn áður en 23 manna hópur fyrir HM í Rússlandi verður valinn þann 11. maí.

Stærstu fréttirnar eru þær að Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes, er kominn aftur inn í hópinn eftir langa fjarveru.

„Það er geggjað fyrir hann að hann sé kominn til baka," sagði Heimir um Kolbein.

„Ég veit ekki hvort hann sé kominn aftur í landsliðsklassa en við fáum að meta hvar hann er í endurhæfingunni út í Bandaríkjunum. Það verður að hrósa (Claudio) Ranieri og Nantes að leyfa honum að fara með okkur."

Athygli vakti að Rúnar Már Sigurjónsson var ekki á blaði í þessum 29 manna hóp en hann hefur margoft verið í 23 manna hóp og var til að mynda í EM-hópnum sem fór til Frakklands.

„Við vitum nákvæmlega hvað við höfum í Rúnari Má og töldum að það væri mikilvægara að skoða aðra í þessu verkefni og það er sama með Arnór Smárason. Þeir eru ekkert út úr möguleikanum í lokahópnum þó þeir séu ekki valdir hér."

Í hópnum að þessu sinni eru fleiri möguleikar í bakvarðarstöðunum, Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Theódór Elmar Bjarnason og Rúrik Gíslason hægra megin og svo eru Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon vinstra megin. Talað hefur verið um skort á bakvörðum í landsliðinu en svo virðist sem breiddin sé að aukast töluvert.

„Við höfum markvisst verið að vinna að þessu. Þó svo að hann eldist ansi vel, Birkir Már Sævarsson þá mun hann einhvern tímann hætta í íslenska landsliðinu og við verðum að vera með arftaka. Þá verður sá leikmaður að hafa fengið reynslu. Við erum þokkalega sáttir með niðurstöðuna."

„Ari hefur verið að spila sem vinstri bakvörður í sínu félagi, Hörður hefur verið spila sem vinstri bakvörður í sínu félagi og Rúrik hefur verið að spila sem hægri bakvörður í sínu félagi. Við erum ekki að taka leikmenn úr öðrum stöðum og setja þá í nýjar stöður."

Þessir leikir út í Bandaríkjunum eru síðustu leikirnir áður en lokahópurinn fyrir HM verður tilkynntur. Nú verða menn að sanna sig ef þeir ætla sér með til Rússlands.

„Þetta verða harðir leikir og menn munu leggja sig fram í þessum leikjum. Það eru allir að berjast um fá sæti til Rússlands."

„Það er svo sem ekkert markmiðið að allir fái mínútur. Við erum með leikmenn sem við vitum nákvæmlega hvað hafa fram að færa. Við erum með aðrar spurningar sem við þurfum svör við, hvort sem það nægir okkur að sjá þá á æfingum eða í leikjum, við þurfum bara að meta það þegar til Bandaríkjanna er komið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner