Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 16. mars 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Martial á leið til Juventus?
Powerade
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin taka sér aldrei frí. Hér er slúðurskammtur dagsins.



Chelsea er að fylgjast með Aaron Ramsey (27) miðjumanni Arsenal en hann verður samningslaus sumarið 2019. (Mirror)

Barcelona reiknar með að Andres Iniesta (33) fari frá félaginu til félags í Kína í sumar. (Sport)

Juventus hefur fundað með umboðsmönnum Anthony Martial (22). Martial á ennþá eftir að ákeða framtíð sína hjá Manchester United. (Premium Sport)

Chelesa óttast að Eden Hazard og Thibaut Courtois gætu farið líkt og stjórinn Antonio Conte ef liðið endar ekki í topp fjórum. Real Madrid og PSG hafa bæði áhuga á Hazard og Courtois. (Mirror)

Real Betis telur að Jack Wilshere miðjumaður Arsenal hafi farið í viðræður við félagið til að fá hærri samning hjá Arsenal. (Sun)

Adrian Mutu segir að Zlatan Ibrahimovic sé ekki meiddur heldur sé hann ekki að spila með Manchester United út af rifrildi við Jose Mourinho. (Telekom Sport)

Arsenal ætlar að bjóða Mohamed Elneny (25) nýjan samning. (Mirror)

Danny Ward (24), markvörður Liverpool, fer ekki með landsliði Wales á æfingamót í Kína. Ástæðan er sú að vegabréf hans týndist í pósti þegar Ward var að fara að sækja um vegabréf í Kína. (Times)

David Sullivan og David Gold, eigendur West Ham, ætla að mæta á næsta heimalek liðsins þrátt fyrir mikil mótmæli stuðningsmanna um síðustu helgi. (Sun)

Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool og Real Madrid, gæti verið á leið í átta og hálfs árs fangelsi fyrir skattalagabrot. (El Mundo)
Athugasemdir
banner
banner
banner