Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. mars 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Ólíklegt að hægt sé að gefa Evrópusæti fyrir Lengjubikar
KR vann Lengjubikarinn í fyrra og fékk hálfa milljón í verðlaunafé.
KR vann Lengjubikarinn í fyrra og fékk hálfa milljón í verðlaunafé.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Hinriksson lögfræðingur KSÍ (til vinstri).
Haukur Hinriksson lögfræðingur KSÍ (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, kom með þá hugmynd í gær að skoða möguleika á að gefa Evrópusæti fyrir sigur í Lengjubikarnum til að færa keppnina á hærri stall.

Ef vilji yrði fyrir slíku er hins vegar ólíklegt að það sé hægt út af reglum frá UEFA fyrir Evrópudeildina.

Reglugerð UEFA um sæti í Evrópudeildinni
Ef það er einungis eitt félag, þá er skal það einungis vera það félag sem vinnur bikarkeppni viðkomandi lands.
Ef það eru tvö félög, þá bætist við það félag sem hafnar í þeirri stöðu í deild að vera í næsta sæti fyrir neðan það félag sem vinnur sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Ef það eru þrjú félög, þá bætist við það félag sem hafnar í næsta sæti fyrir neðan það félag, sem hafnar í næsta sæti fyrir neðan það félag sem vinnur sér þátttökurétt í Meistardeild Evrópu.

Á Englandi er veitt Evrópusæti fyrir sigur í enska deildabikarnum en til þess að slíkt sé hægt þarf að fá undanþágu frá UEFA. Um er að ræða undanþáguheimild í reglugerðinni (ákvæði 3.03) um að í sérstökum kringstæðum geti sigurvegari í annarri keppni unnið sér þátttökurétt í Europa League, þá í stað þátttökusætis sem ég vísa til í c) lið hér fyrir ofan. Þó einungis ef UEFA hefur samþykkt þá keppni áður en keppnistímabilið hefst.

Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, segir að Englendingar fái líklega að vera með Evrópsuæti fyrir deildabikar þar sem hefð hefur verið fyrir því í langan tíma.

„Það þarf mikið að koma til svo það verði heimilt að veita sigurvegara Lengjubikarsins þátttökurétt í Europa League. Það þurfa að vera uppi alveg sérstakar aðstæður og UEFA þarf sérstaklega að samþykkja viðkomandi keppni áður en keppnistímabil hefst," sagði Haukur við Fótbolta.net.

„Í Englandi hefur málum lengi verið háttað þannig að sigurvegarar í deildarbikarnum vinna sér þátttökurétt í Evrópukeppni og fyrir því hefur myndast ákveðin hefð. Af þeim ástæðum, þ.e. vegna hefðarinnar, geri ég ráð fyrir að þeir fái að halda því óbreyttu og uppfylli þ.a.l. skilyrði reglugerðinnar um sérstakar aðstæður í tilfelli deildarbikarsins."
Athugasemdir
banner
banner