Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benni McCarthy dreymir um að starfa aftur sem aðalþjálfari
Mynd: Twitter/Fabrizio Romano
Þjálfarinn Benni McCarthy hefur verið að gera frábæra hluti síðan hann var ráðinn inn til Manchester United fyrir tæplega tveimur árum síðan.

   13.02.2023 09:00
Ein besta fjárfesting sem Man Utd hefur gert á síðustu árum?


McCarthy er partur af þjálfarateymi Erik ten Hag hjá Man Utd og segist vilja hefja feril sem aðalþjálfari þegar hann hefur öðlast næga reynslu.

McCarthy er 46 ára gamall og lék á tíma sínum sem leikmaður meðal annars fyrir Ajax, Celta Vigo, Porto og Blackburn Rovers, auk þess að skora 31 mark í 79 leikjum fyrir landslið Suður-Afríku.

Hann hefur starfað sem aðalþjálfari hjá Cape Town City og AmaZulu í Suður-Afríku og dreymir um að starfa aftur sem aðalþjálfari.

„Ég vil starfa sem aðalþjálfari í framtíðinni. Ég hef upplifað hvernig það er stjórna fótboltafélagi og þrái að upplifa það aftur," segir McCarthy.

Það eru því ekki miklar líkur á að Man Utd takist að halda McCarthy lengi innan sinna raða áður en honum verður boðin staða sem aðalþjálfari hjá öðru félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner