Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 17:05
Aksentije Milisic
England: Fyrsti sigur Burnley á þessu ári staðreynd - Luton bjargaði stigi
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en tveir fallslagir voru þá á dagskrá.


Í Burnley fengu nýliðarnir lið Brentford í heimsókn og spilaði Burnley nánast allan leikinn manni fleiri. Sergio Reguilon fékk beint rautt spjald strax á níundu mínútu leiksins en hann braut þá af sér sem aftasti leikmaður.

Jacon Bruun Larsen skoraði af vítapunktinum en staðan í hálfleik var 1-0. David Fofana klúðraði líklega færi ársins í ensku úrvalsdeildinni í fyrri hálfleiknum en hann skaut þá framhjá fyrir opnu marki.

Honum tókst að bæta upp fyrir það en kappinn skoraði eftir um klukkutímaleik og kom nýliðunum í tveggja marka forystu. Brentford gafst ekki upp manni færri og náði varnarmaðurinn Kristoffer Ajer að minnka muninn með skalla í stöngina og inn þegar sjö mínútur voru til leiksloka.

Nær komst Brentford ekki og því fyrsti sigur Burnley á þessu ári eða síðan á Þorláksmessu. Jóhann Berg Guðmundsson kom ekkert við sögu í leiknum.

Þá gerðu Luton og Nottingham Forest dramatískt jafntefli þar sem Luke Berry tryggði Luton stig undir lok leiks.

Burnley 2 - 1 Brentford
1-0 Jacob Bruun Larsen ('10 , víti)
2-0 David Datro Fofana ('62 )
2-1 Kristoffer Ajer ('83 )
Rautt spjald: Sergio Reguilon, Brentford ('9)

Luton 1 - 1 Nott. Forest
0-1 Chris Wood ('34 )
1-1 Luke Berry ('90 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner