Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir fær fjóra nýja leikmenn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Garði er að styrkja sig fyrir komandi átök í 3. deild karla eftir að liðinu mistókst að komast upp úr deildinni í fyrra. Víðir endaði aðeins fjórum stigum frá öðru sætinu og ætlar að gera betur í ár.

Liðið var að bæta fjórum nýjum leikmönnum við sig fyrir sumarið sem geta vonandi hjálpað til í toppbaráttunni.

Elfar Máni Bragason, 19 ára, er sóknarmaður sem kemur á láni frá Reyni Sandgerði út tímabilið. Elfar Máni á 9 mörk í 67 leikjum fyrir Reyni og skoraði eitt mark í 17 leikjum í 3. deildinni í fyrra.

Haraldur Smári Ingason, 19 ára, er varnarmaður sem kemur að láni frá Njarðvík, þar sem hann lék með 2. flokki í fyrra. Haraldur Smári á tvo keppnisleiki að baki fyrir aðallið Njarðvíkur, þegar hann kom við sögu í 2. deildinni fyrir tveimur árum síðan.

Ottó Helgason er einnig 19 ára gamall en hann kemur úr röðum Keflavíkur eftir að hafa spilað sig upp yngriflokka félagsins.

Að lokum kræktu Víðismenn í Björgvin Frey Larsson, 21 árs varnarmann sem kemur til félagsins frá Sindra. Björgvin spilaði 20 leiki er Sindri féll úr 2. deild í fyrra, en hann á í heildina 101 leik að baki fyrir félagið.

Leikmennirnir nýju hafa allir komið við sögu í leikjum Víðis í Lengjubikarnum í ár og virðast falla vel inn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner