Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. apríl 2013 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Hermann lék með báðum liðum í tapi ÍBV - Valinn maður leiksins
Hermann Hreiðarsson lék með báðum liðum í kvöld
Hermann Hreiðarsson lék með báðum liðum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Guðjónsson skoraði
Kjartan Guðjónsson skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portsmouth 2 -1 ÍBV
1-0 Bradley Tarbuck ('18 )
2-0 Liam Walker ('75 )
2-1 Kjartan Guðjónsson ('90 )

Portsmouth sigraði í kvöld ÍBV með tveimur mörkum gegn einu er liðin mættust á Fratton Park í Englandi, en 6780 manns mættu á leikinn, þar sem Hermann Hreiðarsson og David James kvöddu liðið.

David James og Hermann Hreiðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá ÍBV, en Gunnar Þorsteinsson, sem gekk til liðs við ÍBV frá Ipswich Town á dögunum var í byrjunarliðinu.

Bradley Tarbuck kom Portsmouth yfir á 18. mínútu eftir sendingu frá Ashley Harris, en Guðjón Orri Sigurjónsson, sem hefur staðið á milli stanganna í liði ÍBV í vetur kom við boltann en það reyndist ekki nóg.

Ian Jeffs fékk fínt færi til að jafna fjórum mínútum síðar er hann skaut af harðfylgi eftir sendingu frá Matt Garner, en boltinn fór rétt framhjá.

Staðan í hálfleik því 1-0. Í þeim síðari tókst Jeffs að bjarga á marklínu eftir skot frá Adam Webster. Þá átti Harris skot sem fór í stöngina og heimamenn óheppnir að vera ekki búnir að bæta við öðru marki.

Hermann Hreiðarsson var kynntur til leiks um miðjan síðari hálfleik fyrir Gunnar Þorsteinsson eins og við greindum frá, en honum var fagnað vel af öllum þeim sem mættu á leikinn.

Liam Walker bætti við öðru marki fyrir Portsmouth á 75. mínútu, en stuttu síðar ákvað Hermann að skella sér í Portsmouth treyjuna og tók treyju Nick Awford.

Kjartan Guðjónsson minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma, en lengra komst ÍBV ekki og lokatölur því 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner