Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 17:35
Elvar Geir Magnússon
Skráning í sjö manna utandeildina - Eitt sæti laust
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Skráningu fer að ljúka í sjö manna utandeildina sem ber nafnið Gulldeildin. Mótið hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarin ár og keppendur á ári hverju um 500 talsins í 40 liðum að sumri til og um 250 í 20 liðum að vetri til.

Sumardeildin verður með saman sniði og undanfarin ár. Leikið er 2x25 mínútur á gervigrasvelli Leiknis.

Mótið hefst í byrjun maí og fær hvert lið að meðtaltali 12 leiki.

Leikið er eftir reglum KSÍ um 7 manna-bolta og leikmenn sem leika í efstu- og 1. deild eru ekki löglegir í mótinu. Leikir í deildarkeppninni fara fram í miðri viku en bikarkeppnin er leikin á sunnudögum.

Keppnisgjald í Gulldeildina er krónur 90.000 fyrir liðið og skulu þau lið sem hafa áhuga á að taka þátt senda þátttökutilkynningu á [email protected]. Þar sem kemur fram nafn liðs, tveir tengiliðir, símanúmer og netfang.
Athugasemdir
banner
banner
banner