Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. maí 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
Frammistaða leikmanna í úrvalsliði þeirra dýrustu dæmd
Stuðningsmenn United vonast eftir miklu meira frá Paul Pogba.
Stuðningsmenn United vonast eftir miklu meira frá Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool.
Sadio Mane, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensk úrvalsdeildarfélög eyddu háum upphæðum í nýja leikmenn í sumarglugganum 2016 og nýtt kaupmet var slegið. En sama hversu miklum peningum þú eyðir, ekki er hægt að vera viss um að þeim sé vel varið.

Mirror setti saman úrvalslið dýrustu leikmannana og gaf þeim einkunn frá 1-10 fyrir þeirra frammistöðu á tímabilinu.

Markvörður: Claudio Bravo | Man City | £17m
Átti í miklu brasi með að verja skot og missti sæti sitt til Willy Caballero.
Einkunn: 1/10

Hægri vængbakvörður Jordon Ibe | Bournemouth | £15m
Vissulega spilað úr stöðu í þessu úrvalsliði. Bournemouth borgaði metupphæð en Ibe hefur engan veginn staðið undir væntingum eftir að hafa verið spennandi hjá Liverpool.
Einkunn: 2/10

Miðvörður: Eric Bailly | Man United | £32m
Mjög lofandi fyrsta tímabil á Old Trafford þó meiðsli hafi aðeins sett strik í reikninginn.
Einkunn: 7/10

Miðvörður: John Stones | Man City | £47.5m
Afar tæpur fyrri helminginn en hefur leikið mun betur eftir áramót.
Einkunn: 6/10

Miðvörður: Shkodran Mustafi | Arsenal | £35m
Fór afskaplega vel af stað en svo fór að halla verulega undan fæti hjá honum og liðinu.
Einkunn: 6/10

Vinstri vængbakvörður: Marcos Alonso | Chelsea | £24m
Alonso hefur skinið skært á Brúnni
Einkunn: 8/10

Miðjumaður: Paul Pogba | Man United | £89m
Fór hægt af stað en hefur svo sýnt gæði sín betur. Menn vilja samt enn meira frá dýrasta leikmanni heims.
Einkunn: 6/10

Miðjumaður: Granit Xhaka | Arsenal | £35m
Vonast var til þess að hann myndi leysa vandræði á miðsvæðinu. Það gerðist ekki. Hann þarf að vera betri á næsta tímabili.
Einkunn: 5/10

Hægri vængur: Sadio Mane | Liverpool | £34m
Hefur verið Liverpool ákaflega mikilvægur með hraða sínum og krafti. Strax orðinn lykilmaður.
Einkunn: 9/10

Vinstri vængur: Leroy Sane | Man City | £42m
Þessi 21 árs strákur tók nokkrar vikur í að aðlagast en hefur svo verið nánast óstöðvandi.
Einkunn: 9/10

Sóknarmaður: Michy Batshuayi | Chelsea | £33m
Hefur verið meira áberandi á samskiptamiðlum en á fótboltavellinum. Tækifærin af skornum skammti.
Einkunn: 4/10


Athugasemdir
banner
banner