Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 16. ágúst 2017 22:14
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Flóki í Start (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason sóknarmaður FH hefur verið seldur til norska B-deildarliðsins Start. Þetta er tilkynnt á Twitter síðu FH nú rétt í þessu.

Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Start sem féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Kristján Flóki hefur skorað átta mörk fyrir FH í Pepsi-deildinni í sumar og tvö mörk í bikarkeppninni.

„Þetta er leikmaður sem hefur vakið athygli annarra liða á norðurlöndum. Við höfum lagt mikinn þunga í að fá hann og við erum því afar stolt af því að þetta hafi gengið í gegn og að hann sé orðinn leikmaður Start," sagði íþróttastjóri Start, Tor Kristian Karlsen og bætti við.

„Ég hef fylgst með þessum framherja í langan tíma og hann er svona dæmigerður framherji. Hann er sterkur í návígum, agressívur og góður skallamaður. Hann er líka ungur ennþá sem er gerir þetta enn betra fyrir okkur. Við sjáum möguleika fyrir hann að bæta sig."

Þessar fréttir hljóta að koma á mörgum á óvart en Kristján Flóki hefur lítið viljað tjá sig um þær fregnir að hann sé orðaður við lið erlendis frá.

Kristján Flóki var í viðtali við Elvar Geir Magnússon ritstjóra Fótbolta.net í vikunni sem átti að birtast í fyrramálið í aðdraganda leiks FH við Braga í undankeppni Evrópukeppninnar. Þar var hann spurður að því hvort hann hugsaði sér þann leik sem glugga fyrir sig í átt að atvinnumennsku.

„Nei ég pæli ekki í því. Ég pæli aðallega í því að standa mig vel fyrir FH-liðið og reyna að ná í bestu mögulegu úrslitin," var svar Flóka.

Nú er ljóst að þessi 22 ára sóknarmaður spilar ekki með FH gegn Braga á mporgun fimmtudag.

Start er í 2. sæti næst efstu deildar í Noregi með 35 stig, stigi á eftir Bodo/Glimt en Oliver Sigurjónsson gekk einmitt í raðir þeirra í félagaskiptaglugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner