Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. september 2014 11:34
Magnús Már Einarsson
Jón hélt að stuðningsmaðurinn væri dáinn
Stuðningsmaðurinn á leið í aðgerð
Mynd: JYJ
Stuðningsmaður FH sem slasaðist illa á leik liðsins gegn Þór í fyrradag var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar mun hann líklega gangast undir aðgerð.

Þegar liðin gengu til búningsklefa fyrir leikinn á Akureyri hallaði stuðningsmaðurinn sér fram yfir grindverk fremst í stúkunni og ætlaði að gefa Jóni Jónssyni bakverði FH fimmu með því að smella við hann lófum.

Ekki vildi betur til en svo að við það féll hann niður úr stúkunni sem er nokkuð hátt fall og lenti beint niðri á stéttinni við rampinn sem leikmenn ganga niður.

Sjúkralið var fljótt á staðinn sem og lögregla og gerði að meiðslum hans áður en leikurinn gat hafist.

„Ég spenntist allur upp og öskraði á hjálp. Meira gat ég ekki gert. Ég hélt í smástund að hann væri bara dáinn. Þetta var bara eins og í bíómynd þar sem blóðið lak eftir jörðinni frá höfðinu,“ sagði Jón Ragnar við Vísi.

Stuðningsmaðurinn á erfitt með að tala í dag og getur illa haft augun opin. Hann er kinnbeinsbrotinn, kjálkabrotinn, höfuðkúpubrotinn og nefbrotinn auk þess sem nokkrar tennur brotnuðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner