Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. nóvember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
De Rossi fór inn í rútu Svía til að biðjast afsökunar
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: Getty Images
Daniele De Rossi, miðjumaður ítalska landsliðsins, fór inn í rútu sænska landsliðsins eftir 1-0 tapið í umspili um sæti á HM á mánudaginn.

De Rossi fór inn í rútuna til að biðjast afsökunar þar sem stuðningsmenn Ítalíu bauluðu þegar þjóðsöngur Svía var spilaður fyrir leik.

Gianluigi Buffon, markvörður Ítalíu, sást klappa sérstaklega fyrir Svíum eftir þjóðsöngvana en hann skammaðist sín fyrir stuðningsmenn Ítalíu.

De Rossi gerði það einnig en hann bað Svía afsökunar á atvikinu og óskaði þeim einnig góðs gengis á HM næsta sumar.

„Allir í rútunni sögðu 'wow, hvað var að gerast?' Þetta var eitt besta augnablik sem ég hef upplifað í langan tíma," sagði Pontus Jansson varnarmaður sænska landsliðsins um heimsókn De Rossi í rútuna eftir leik.
Athugasemdir
banner