Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 16. nóvember 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Rojo að snúa aftur úr meiðslum
Rojo hefur verið frá því í apríl
Rojo hefur verið frá því í apríl
Mynd: Getty Images
Argentíski varnarmaður Manchester United, Marcos Rojo er í þann mund að snúa aftur úr meiðslum en hann hefur verið frá í sjö mánuði vegna krossbandsslita.

Rojo lék í 45 mínútu með U23 ára liði Manchester United í gærkvöldi.

Rojo var borinn útaf í Evrópudeildinni gegn Anderlecht þann 20 apríl en það er sami leikurinn og Zlatan Ibrahimovic meiddist í.

Rojo átti fínan leik í gærkvöldi og var hann nálægt því að skora en skalli hans úr aukaspyrnu fór rétt yfir markið.

Talið er að Rojo muni spila allavega einn leik í viðbót með U23 ára liðinu áður en hann spilar með aðalliðinu. Líklegur endurkomuleikur Rojo er sagður vera gegn CSKA Moscow þann 5. desember
Athugasemdir
banner
banner
banner