Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. desember 2017 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Palace skellti Leicester í hádegisleiknum
Mynd: Getty Images
Leicester City 0 - 3 Crystal Palace
0-1 Christian Benteke ('19 )
0-2 Wilfred Zaha ('40 )
0-3 Bakary Sako ('90 )
Rautt spjald: Onyinye Ndidi, Leicester City ('62)

Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og skellti Leicester í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Christian Benteke batt endi á markaþurrð sína þegar hann kom Palace 1-0 yfir á 19. mínútu. Benteke hefur þurt að sæta mikilli gagnrýni eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu í uppbótartíma í 2-2 jafnteflinu gegn Bournemouth um síðustu helgi.

Wilfried Zaha skoraði annað mark Palace stuttu fyrir leikhlé. Eftir að Zaha kom til baka úr meiðslum, sem hann varð fyrir í upphafi tímabils, hefur Palace farið að vinna fótboltaleiki.

Wilfred Ndidi, miðjumaður Leicester, fékk rautt í seinni hálfleiknum og í kjölfarið skoraði Bakary Sako þriðja mark Palace.

Lokatölur voru 3-0 og Palace hefur nú stig í 14. sæti. Leicester er áfram í áttunda sæti og verður það eitthvað áfram.



Athugasemdir
banner
banner
banner