Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 17. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimir um brottreksturinn: Helgina áður var sagt að ég yrði áfram
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Heimir Guðjónsson er fyrsti gesturinn hjá Gunnlaugi Jónssyni í þættinum Návígi en síðari hluti þáttarins birtist í gær. Þar ræðir hann meðal annars viðskilnaðinn við FH síðastliðið haust eftir 17 ár hjá félaginu.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

Heimir var rekinn frá FH síðastliðið haust og Ólafur Kristjánsson tók við stöðu hans.

„Það er erfitt fyrir mig eftir 17 ár hjá FH að ætla að tala illa um klúbbinn sem hefur gefið mér þetta mikið þó svo að það hafi gerst hlutir á síðasta ári í ferlinu þegar ég var rekinn. Liðið spilaði ekki vel og það er eðlilegt að þeir sem stjórna klúbbnum vilji fá nýtt blóð í þetta," sagði Heimir í Návígi.

„Eina sem ég var ósáttur við er að það hefði mátt standa betur að því hvernig þetta var gert, eftir allan þennan tíma sem ég hef verið hjá klúbbnum. Á endanum þá hjálpar það hvorki mér né klúbbnum í framhaldinu að vera með eitthvað drullumall eins og maður hefur séð þegar leikmenn og þjálfarar fara frá klúbbum."

Heimir var rekinn frá FH eftir að önnur félög í Pepsi-deildinni höfðu gengið frá þjálfaramálum sínum. Heimir var svekktur að fá ekki fyrr skilaboðin frá FH um brottreksturinn en hann bjóst við að halda áfram með liðið.

„Mistökin í þessu eru þau að helgina á undan var sagt að ég yrði áfram þjálfari FH, í staðinn fyrir að það sé sagt við mig að það sé verið að spá í að skipta um þjálfara. Þá hefði ég sagt 'Já, ekkert mál' og þá hefði ég getað farið að spá í hvað ég myndi gera," sagði Heimir.

Heimir tjáir sig nánar um viðskilnaðinn við FH í þættinum Návígi.


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner