Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milner duglegur að minna á hver sé stoðsendingakóngurinn
Mynd: Getty Images
James Milner hefur farið hamförum í stoðsendingum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enginn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk í keppninni á þessu tímabili!

Liverpool vann 5-0 sigur gegn Porto í vikunni og fór Milner illa með andstæðinga sína í leiknum.

Milner hefur lagt upp meira en Kevin de Bruyne og Neymar í Meistaradeildinni en Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að hinn 32 ára gamli Milner sé duglegur að minna liðsfélaga sína á það.

„Hann hefur verið duglegur að minna okkur á það," sagði Henderson í samtali við heimasíðu Liverpool.

„Hann er frábær leikmaður, það skiptir engu máli hversu gamall hann er, hann er í jafngóðu formi og allir aðrir."

Leikmenn Liverpool eru þessa stundina í æfingaferð á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner