Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas á skotskónum í langþráðum sigri Lyngby - Fyrsta stoðsending Stefáns
Andri Lucas skoraði áttunda deildarmark sitt á tímabilinu
Andri Lucas skoraði áttunda deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Teitur átti stoðsendingu í tapi
Stefán Teitur átti stoðsendingu í tapi
Mynd: EPA
Kristófer Jónsson spilaði tæpan hálftíma í sigri Triestina
Kristófer Jónsson spilaði tæpan hálftíma í sigri Triestina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum í 2-0 sigri Lyngby á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan Freyr Alexandersson hætti með liðið.

Freyr hætti með Lyngby um áramótin og tók við Kortrijk í Belgíu en síðan þá hafði Lyngby tapað fjórum deildarleikjum í röð.

Það hlaut að koma að því að liðið myndi komast aftur á sigurbraut og átti Andri Lucas stóran þátt í því en hann gerði annað mark liðsins á 50. mínútu leiksins og áttunda markið sem hann gerir í deildinni á þessu tímabili.

Andri, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru allir í byrjunarliði Lyngby sem er í 8. sæti deildarinnar með 23 stig.

Sverrir Ingi Ingason stóð í vörn Midtjylland sem vann 3-0 sigur á Vejle. Blikinn og hans menn eru á toppnum með 48 stig.

Stefán Teitur Þórðarson lagði upp eina mark Silkeborg í 4-1 tapinu gegn Bröndby. Þetta var fyrsta stoðsending Stefáns í deildinni á tímabilinu en Silkeborg situr í 6. sæti deildarinnar með 27 stig.

Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FCK sem lagði OB að velli, 2-0. Framherjinn hefur verið að fá tækifæri í síðustu leikjum og hjálpaði liði sínu að halda í við efstu lið. FCK er í 3. sæti með 45 stig. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á bekknum.

Mikael Neville Anderson lék þá allan leikinn í 1-0 sigri AGF á Hvidovre. Þetta var annar sigurleikur AGF í röð en liðið er í 5. sæti með 36 stig.

Kristian Nökkvi byrjaði í jafntefli - Kristófer kom inn af bekknum

Krisitan Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem bjargaði stigi gegn Spörtu Rotterdam, 2-2.

Ajax lenti tveimur mörkum undir en kom til baka í þeim síðari. Ajax er í 5. sæti hollensku deildarinnar með 41 stig.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Mafra sem gerði 1-1 jafntefli við Leixoes í portúgölsku B-deildinni. Mafra er í 10. sæti með 35 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuven sem vann nauman 1-0 sigur á Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni. Stór sigur fyrir Leuven sem er nú komið upp í 12. sæti með 29 stig.

Kristófer Jónsson kom þá inn af bekknum í 1-0 sigri Triestina á Pro Sesto í ítölsku C-deildinni. Hann spilaði síðasta hálftímann í leiknum en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Triestina er í 4. sæti A-riðils með 53 stig.
Athugasemdir
banner
banner