Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane setti met - Gæti dregið sig úr landsliðshópnum
Mynd: Getty Images
Harry Kane setti nýtt met í þýsku deildinni þegar hann skoraði eitt mark í stórsigri FC Bayern á útivelli gegn Darmstadt í gær.

Kane, sem gaf einnig stoðsendingu í sigrinum, er kominn með 31 mark í 26 deildarleikjum með Bayern sem er nýtt met í Bundesliga.

Kane er fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora 31 mark á sínu fyrsta tímabili. Hann bætti um leið sitt persónulega met þar sem hann hefur tvisvar sinnum skorað 30 mörk með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en aldrei komist yfir þann múr.

Robert Lewandowski er áfram sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einu tímabili, þegar hann setti 41 mark í 29 leikjum tímabilið 2020-21.

Kane er í heildina kominn með 37 mörk í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu, auk þess að gefa 12 stoðsendingar.

Það setti svartan blett á gærdaginn þegar Kane þurfti að fara meiddur af velli í Darmstadt, eftir að hafa klesst á markstöngina á fullri ferð.

Það er óljóst hversu alvarleg meiðslin eru, en taldar eru miklar líkur á því að Kane muni draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir vináttulandsleiki gegn Brasilíu og Belgíu í landsleikjahlénu sem er framundan.

„Við vonum að þetta sé ekkert alvarlegt, við skiptum honum útaf í forvarnarskyni. Hann mun ekki taka neinar óþarfa áhættur með landsliðinu," sagði Christoph Freund, yfirmaður fótboltamála hjá FC Bayern.

Harry Kane goes off injured after running into the post
byu/independent-pigeon insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner