Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Köstuðu vatnsblöðrum í Ronaldo og sungu nafn Messi
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri Al-Nassr í stórleik gegn Al-Ahli á föstudagskvöldið.

Þegar Ronaldo og félagar í Al-Nassr fóru að fagna markinu lentu þeir í loftárás frá stuðningsmönnum heimaliðsins.

Áhorfendur tóku upp á því að kasta vatnsblöðrum og plastglösum inn á völlinn og tókst þeim að særa einn leikmann Al-Nassr með að hæfa hann í andlitið með einni slíkri.

Meðan áhorfendur köstuðu aðskotahlutum á völlinn sungu nokkrir þeirra nafnið hans Lionel Messi í vanhugsaðri tilraun til að ergja Ronaldo.

Ronaldo hefur verið í miklu stuði með Al-Nassr á tímabilinu og er kominn með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 22 deildarleikjum, þrátt fyrir að vera 39 ára gamall.

Auk þess hefur Ronaldo skorað 7 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 11 leikjum í öðrum keppnum, aðallega Meistaradeild Asíu.

Al-Nassr er í öðru sæti sádi-arabísku deildarinnar, tólf stigum á eftir óstöðvandi toppliði Al-Hilal sem er enn taplaust á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner