Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 17. apríl 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darmian segist sakna Ítalíu - Juventus heillar
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Matteo Darmian er væntanlega á förum frá Manchester United í sumar.

Louis van Gaal fékk Darmian til United árið 2015 en eftir að hafa átt ágætis tímabil í fyrra hjá Jose Mourinho þá hefur hann fallið aftar í goggunarröðina.

Hinn 28 ára gamli Darmian hefur aðeins spilað 13 leiki fyrir United á þessu tímabili.

Sagt er að Juventus hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir og Darmian viðurkennir í viðtali við Sky Sports á Ítalíu að hann fagni áhuga frá Ítalíumeisturunum.

„Ég hef átt frábæra reynslu hér á Englandi og ég myndi taka tilboði United aftur ef ég fengi tækifæri til þess," sagði Darmian.

„Þetta er eitt besta félag í heimi og hér hef ég unnið nokkra titla. En ég sakna Ítalíu. Sjáum hvað gerist eftir tímabilið."

Aðspurður út í áhuga Juventus, þá sagði hann:

„Ég hef ekki enn ákveðið mig en ég er ánægður að Juventus hafi áhuga. Juve er frábært félag."

Darmian var hjá Torino áður en hann fór til Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner