Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 17. apríl 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið er búið hjá Arturo Vidal
Vidal fylgist með úr stúkunni það sem eftir er af þessu tímabili.
Vidal fylgist með úr stúkunni það sem eftir er af þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Arturo Vidal mun ekki spila meiri fótbolta á þessu tímabili vegna hnémeiðsla.

Vidal varð fyrir þessum hnémeiðslum í fyrri leik Bayern Münhen gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann reyndi að byrja aftur að æfa á sunnudaginn en þurfti að hætta snemma.

Eftir æfinguna kom í ljós að hann varð að fara í aðgerð sem hann er núna búinn að gangast undir.

Eftir aðgerðina er það komið á hreint að hann spilar ekki meira á tímabilinu. „Tímabilið er búið hjá Arturo Vidal," segir í yfirlýsingu frá Bayern München.

Þetta er mikið áfall fyrir Bayern en liðið er að fara að mæta Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner