Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. maí 2016 12:03
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Heimild: DV 
Gary Martin bjargaði villiketti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markaskorarinn Gary Martin, leikmaður Víkings R., er mikill kattarvinur eins og fram kom í viðtali við DV. Gary og Dögg kærasta hans björguðu villiketti af götunni og kötturinn dvelur nú alfarið hjá þeim. Fyrsta hálfa árið eftir að Gary bjargaði kettinum kom hann og borðaði hjá honum. Kötturinn vildi lítið vera í kringum fólk, hann vildi ekki láta klappa sér og var alltaf urrandi.

Eina nóttina kom kötturinn inn örmagna og var greinilega algjörlega búinn að vera. Þetta var í fyrsta skipti sem þau fengu að snerta hann, kötturinn var særður og það var farið með köttinn á dýraspítala og útlitið var ekki gott.

Kötturinn var svo viltur að dýralæknirinn sá ekki annan kost en að svæfa hann. Þau gátu ekki hugsað sér það og greiddu 200 þúsund krónur fyrir meðferðina sem hann þurfti.

Þegar þau komu heim af dýraspítalanum fékk kötturinn sérherbegi fyrir sig, þar jafnaði hann sig. Hann byrjaði síðan smá saman að treysta þeim og er í dag uppáhalds köttur Gary.

Að bjarga honum segir Gary að það sé það besta sem hann hefur gert í lífinu, það kostaði sitt að bjarga honum en hann sér ekki eftir peningunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner