Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Chelsea lofuðu West Ham að splæsa í mat og drykk
Terry ætlaði sér að verða meistari.
Terry ætlaði sér að verða meistari.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Chelsea höfðu samband við kollega sína hjá West Ham á dögunum og buðu þeim frítt út að borða ef þeir myndu vinna Tottenham í mikilvægum leik, sem þeir svo gerðu.

John Terry, fyrirliði Chelsea, var svo staðráðinn í að vinna deildina á sínu síðasta tímabili hjá félaginu að hann hafði samband við félaga sína hjá West Ham og lofaði þeim verðlaunum.

Hann lofaði leikmönnum West Ham að leikmenn Chelsea myndu splæsa í mat og drykk ef West Ham myndi vinna Tottenham.

„John Terry sendi mér og Mark Noble skilaboð og sagði, ‘ef þið vinnið Tottenham þá eigið þið inni kvöldmat í boði Chelsea‘ þannig að það var gott," sagði James Collins, varnarmaður West Ham.

West Ham vann svo Tottenham og Chelsea varð Englandsmeistari. Reikningurinn gæti því orðið ansi stór hjá leikmönnum Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner