Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 20:02
Gunnar Logi Gylfason
HM: Brasilíumönnum mistókst að sigra gegn Sviss
Brössunum tókst ekki að knýja fram sigur gegn Sviss
Brössunum tókst ekki að knýja fram sigur gegn Sviss
Mynd: Getty Images
Leik Brasilíu og Sviss er nú lokið með 1-1 jafntefli.

Svisslendingar eru eflaust mun ánægðari með þessa niðurstöðu en Brassarnir sem gera kröfu á sigur í öllum leikjum.

Brasilíumenn komust yfir á 20. mínútu þegar Coutinho skoraði frábært mark þar sem hann skrúfaði boltann í fjærhornið, stöngina og inn.




Engin uppgjöf hjá Svisslendingum
Brasilíumenn fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn. Svisslendingar jöfnuðu hins vegar snemma í seinni hálfleik þegar Steven Zuber skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. Brasilíumenn mótmæltu hins vegar mikið vegna bakhrindingar Zuber á Miranda.




Vonbrigði fyrir Brasilíumenn
Undir lok uppbótartímans fengu Brasilíumenn aukaspyrnu sem Neymar tók og gaf inn í teiginn. Upp úr því fengu Brasilíumenn skot sem Fabian Schär varði nánast á línu. Stuttu eftir það var flautað til leiksloka og Svisslendingar ánægðari aðilinn eftir þennan leik.

Brasilíumenn eiga að vera sterkasta liðið í riðlinum og því vonbrigði að vinna ekki Sviss. Þeir náðu ekki að bæta við marki sama hvað þeir reyndu og lokatölur 1-1. Brasilía bætist nú í hóp stórþjóða sem hafa hikstað í byrjun móts.

Athugasemdir
banner
banner
banner