Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Martial á förum - James Maddison til Southampton
Powerade
Martial vill yfirgefa Old Trafford.
Martial vill yfirgefa Old Trafford.
Mynd: Getty Images
James Maddison er á leið til Southampton.
James Maddison er á leið til Southampton.
Mynd: Getty Images
Fer Pastore til West Ham?
Fer Pastore til West Ham?
Mynd: Getty Images
Þvílíkur gærdagur! Það er nóg um að vera í slúðrinu á Englandi. Við skulum kíkja á slúður dagsins í boði Powerade.



Manchester United vill fá 70 milljónir punda fyrir Anthony Martial fari svo að þessi 22 ára gamli leikmaður krefjist sölu frá félaginu. (Star on Sunday)

Manchester United virðast vera að missa af því að kaupa Milan Skriniar, miðvörð Inter Milan. Ítalska félagið hafnaði 57 milljón punda tilboði í þennan 23 ára gamla landsliðsmann Slóvakíu.(Gazzetta Dello Sport)

Real Madrid hafa boðið 50 milljónir punda í Alisson, markmann Roma. Alisson er einnig reglulega orðaður við Liverpool en Roma er sagt vilja fá 75 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla landsliðsmann Brasilíu. (Mail on Sunday)

Boca Juniors vilja fá kólumbíska miðjumanninn Wilmar Barrios til þess að fresta félagsskiptum til Tottenham þangað til í janúarglugganum. (Independent)

Gareth Bale virðist eiga framtíð fyrir sér hjá Real Madrid eftir allt saman. Helsta ástæða þess er sú að Julen Lopetegui, nýr þjálfari Real Madrid talar ensku, eitthvað sem Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari liðsins gerði ekki. (Express)

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal er á förum frá félaginu á frjálsri sölu eftir að Unay Emery tilkynnti honum að hann væri ekki í plönum sínum fyrir næstu leiktíð. (Sunday Mirror)

Newcastle hafa ennþá áhuga á að semja við Kenedy, 22 ára gamlan leikmann Chelsea sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Þá er félagið einnig orðað við Andros Townsend, leikmann Crystal Palace. (Newcastle Chronicle)

Danny Rose, bakvörður Englands segir að leikmenn hafi vitað að Gareth Southgate væri ekki einhver sem maður gæti verið með vesen við eftir að hann sleppti því að velja Wayne Rooney fyrir leik gegn Slóveníu. (Sunday Times)

Leikmenn enska landsliðsins munu vera í einhverskonar batteríhituðum buxum á heimsmeistaramótinu til þess að berjast gegn meiðslum vegna breytinga á hitastigi. (Mail)

Southampton nálgast samkomulag við Norwich City um miðjumanninn James Maddison eftir að yfir 20 milljón punda tilboð var samþykkt. (Sun on Sunday)

Bernardo Silva, leikmaður Manchester City segist ætla að sannfæra Pep Guardiola um að kaupa fleiri portúgalska leikmenn til þess að gefa honum aukinn stuðning í búningsklefanum. (The Player's Tribune)

West Ham hefur endurvakið áhuga sinn á að semja við Javier Pastore, 29 ára gamlan leikmann PSG. (Sky Sports)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner