Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 12:40
Magnús Már Einarsson
Nígería í basli með föstu leikatriðin - Hvað gerist gegn Íslandi?
Icelandair
Nígería er í basli með föstu leikatriðin.
Nígería er í basli með föstu leikatriðin.
Mynd: Getty Images
Nígeríumenn hafa verið í vandræðum í föstum leikatriðum varnarlega og það sýndi sig í 2-0 tapinu gegn Króatíu í gærkvöldi.

Íslenska landsliðið hefur skorað mikið úr föstum leikatriðum undanfarin ár og þar gætu legið góðir möguleikar gegn Nígeríu í Volgograd á föstudag.

Bæði mörk Króata í gær komu í kjölfarið á hornspyrnu. Fyrst skoraði Oghenekaro Etebo varnarmaður Stoke sjálfsmark og síðan braut William Troost-Ekong á Mario Mandzukic eftir aðra hornspyrnu. Luka Modric fór á vítapunktinn og skoraði.

Í vináttuleik gegn Englendingum á Wembley um þarsíðsutu helgi voru Nígeríumenn einnig í basli varnarlega í föstum leikatriðum en þar skoraði Gary Cahill með skalla eftir horn.

„Mér fannst skipulagið vera í lagi. Það sem vantaði í dag var að vera fagmannlegri í föstum leikatriðum og koma í veg fyrir þessi tvö mörk," sagði Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu eftir leikinn gegn Króatíu í gær.

Líklegt er að Nígeríumenn fari vel yfir föstu leikatriðin á æfingasvæðinu í vikunni fyrir leikinn gegn Íslandi á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner