Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 17. júlí 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Van Gaal og United gáfu um 200 milljónir til góðgerðarmála
Louis Van Gaal.
Louis Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis Van Gaal hóf í gær störf sem knattspyrnuþjálfari enska stórliðsins Manchester United eftir að hafa stýrt landsliði Hollands á HM.

Þessi litríki Hollendingur samdi við United í vor eftir stuttar samningaviðræður, en United leitaði að stjóra til að koma félaginu á réttan kjöl eftir skelfilegt gengi undir stjórn David Moyes.

The Sun greinir frá því í blaði sínu í dag að Van Gaal notist ekki við umboðsmann. United hafi því sloppið við að greiða háar þóknunargreiðslur þegar það samdi við Hollendinginn, en Van Gaal hafði þó aðrar hugmyndir heldur en að spara peningana.

Fékk forráðamenn United til að gefa 600.000 pund, eða því sem hefði samsvarað þóknunargreiðslunum, til góðgerðarmála.

Sjálfur jafnaði Van Gaal upphæðina og nam heildarupphæðin því alls yfir 1 milljón punda, tæplega 200 milljónum króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner