Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 17. ágúst 2017 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Elín Metta: Pressulausar í seinni hlutanum
Elín Metta skoraði tvö í kvöld og er komin með 10 Pepsi-mörk í sumar
Elín Metta skoraði tvö í kvöld og er komin með 10 Pepsi-mörk í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Kannski smá framhald af síðasta leik. Svipað sett upp af báðum liðum fannst mér. En við unnum og það var munurinn á þessum tveimur leikjum,“ sagði Elín Metta Jensen, fyrirliði Vals og og hló, ánægð eftir sterkan 2-1 útisigur á Stjörnunni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Valur

Valskonur áttu harma að hefna en þær máttu sætta sig við tap gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins síðastliðinn sunnudag.

„Við vorum ákveðnar í að svara fyrir síðasta leik. Það er hundfúlt að vera dottnar úr bikar en við gerðum það sem við gátum til þess að gíra okkur upp í þennan leik og mér fannst það takast vel hjá liðinu.“

Elín Metta átti góðan leik og skoraði bæði mörk Vals. Það síðara úr vítaspyrnu sem andstæðingarnir voru ekki sáttir við og vildu meina að brotið hefði verið á Gemmu Fay markverði skömmu áður en að Kim Dolstra togaði Ariönu Calderon niður í teignum.

„Ég man ekki eftir neinu broti í aðdragandanum en mér fannst það sem hann dæmdi á vera pjúra víti,“ sagði Elín Metta en hún fór sallaróleg á vítapunktinn og skoraði.

Með sigrinum komast Valskonur í 25 stig og eru því aðeins tveimur stigum á eftir liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. Valskonur ætla að njóta þess að spila fótbolta út fótboltasumarið og sjá hvort það skili þeim ofar í töflunni.

„Við erum eiginlega svolítið pressulausar í þessum seinni hluta myndi ég segja. Við mætum náttúrulega í hvern leik til að vinna en við ætlum samt líka að njóta og reyna að hafa svolítið gaman af þessu. Mér fannst það takast í dag og við uppskárum. Við höldum því bara áfram,“ sagði Elín Metta meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner