Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. október 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Koeman ekki að taka við hollenska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton á Englandi, segist ekki vera að taka við hollenska landsliðinu en sæti Guus Hiddink er rjúkandi þessa stundina.

Louis van Gaal stýrði hollenska landsliðinu á HM í sumar en liðið náði frábærum árangri og tók bronsverðlaunin.

Guus Hiddink tók við liðinu en hann hefur einungis náð í þrjú stig úr fyrstu þremur leikjum liðsins. Liðið tapaði þá síðast fyrir Íslandi á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu en Gylfi Þór Sigurðsson gerði bæði mörkin.

Ronald Koeman hefur verið sterklega orðaður við stöðuna en hann hafnar því alfarið að hann taki við liðinu.

,,Ég er knattspyrnustjóri Southampton. Ég er ekki landsliðsþjálfari Hollands og verð ekki næsti þjálfari liðsins," sagði Koeman.
Athugasemdir
banner
banner
banner