Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. október 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rummenigge: Skylda Bayern að horfa til Reus
Marco Reus gæti farið til Bayern
Marco Reus gæti farið til Bayern
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rumenigge, framkvæmdastjóri Bayern München í Þýskalandi, segir það skyldu félagsins að horfa til Marco Reus hjá Borussia Dortmund.

Bayern tókst að kveikja í Dortmund í ágúst er Rummenigge fór að ræða um samningamál Reus en þar greindi hann frá því að hægt væri að kaupa Reus fyrir 35 milljónir evra þar sem klásúla í samning hans segir til um það.

Félaginu hefur fengið tvo lykilmenn frá Borussia Dortmund en það eru þeir Mario Götze og Robert Lewandowski. Marco Reus gæti verið næstur inn ef marka má orð Rummenigge.

,,Þegar þýskur landsliðsmaður er með klásúlu í samning sínum og á lítið eftir af samningnum þá er Bayern skylt að horfa til hans," sagði Rummenigge.

,,Það hafa mörg frábær félög frá öðrum löndum áhuga á Reus en Dortmund mun auðvitað reyna að framlengja samning hans. Það er þó undir Reus komið að ákveða hvað hann gerir," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner