Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. mars 2017 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tielemans mætir Man Utd - Nær hann að sanna sig?
Mourinho hringdi í hann síðasta sumar
Tielemans er einn af efnilegustu leikmönnum heims.
Tielemans er einn af efnilegustu leikmönnum heims.
Mynd: Getty Images
Belgíska liðið Anderlecht mun mæta Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. HJá Anderlecht er einn leikmaður með nafn sem vert er að leggja á minni; Youri Tielemans.

Hjá Anderlecht er það vitað að það er aðeins tímaspursmál þangað til Tielemans gengur til liðs við eitt stærsta félag Evrópu.

„Það er eiginlega ótrúlegt að við höfum náð að halda leikmanni með svona mikla hæfileika í þrjú tímabil," sagði Herman van Holsbeeck, íþróttastjóri Anderlecht, um Tielemans í janúar.

„Tielemans er á öllum listum yfir efnilegustu leikmenn Evrópu. Við vitum að stóru liðin eru að fylgjast með honum."

Það er ekki vitlaust hjá honum, að stóru liðin séu að fylgjast með Tielemans. Bayern München, Roma, Chelsea, Tottenham, Arsenal hafa öll verið orðuð við þennan 19 ára gamla leikmann.

Þetta eru ekki einu liðin sem eru að fylgjast með honm því í ágúst síðastliðnum sagði Lukasz Plonowski, fyrrum leikmaður Anderlecht, að Tielemans hefði fengið símtal frá Jose Mourinho, stjóra Man Utd.

Man Utd dróst gegn Anderlecht í Evrópudeildinni í gær og því fær Mourinho tækifæri til þess að tala við Tielemans beint.

Leikirnir gegn United eru líka frábært tækifæri fyrir Tielemans að sýna sig og sanna. Hann hefur verið að spila frábærlega fyrir Anderlecht og nú er spurning hvort hann muni heilla njósnarana frá stærstu liðunum með flottri frammistöðu gegn rauðu djöflunum.

Þetta er frábært tækifæri fyrir hann og það verður áhugavert að sjá hvað hann gerir; hvort honum takist að heilla Jose Mourinho eða einhvern annan. Þeirri spurningu verður svarað síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner