Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. mars 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Xhaka er fórnarlamb
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að dómarar í ensku úrvalsdeildini spjaldi miðjumanninn Granit Xhaka of auðveldlega.

Xhaka gekk til liðs við Arsenal frá Borussia Mönchengladbach síðasta sumar og hefur ekki fundið sig almennilega í Lundúnarborg.

Hann hefur nú þegar fengið tvö rauð spjöld, ásamt því að fá níu gul spjöld, en Wenger telur að það sé ekki leikmanninum sjálfum að kenna; hann hafi slæmt orðspor á bakinu.

„Hann er fórnarlamb orðspor síns," sagði Wenger, en Xhaka var þekktur fyrir að vera harður í horn að taka í þýsku Bundesligunni.

„Þú sérð tæklingar hjá öðrum leikmönnum sem eru mikið verri og þeir fá ekki einu sinni gult spjald og hann fær rautt út af sögu sinni í Þýskalandi og ég held að hann sé fórnarlamb."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner