Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Alfreð: Gylfi á rétt á sínum tilfinningum
Icelandair
Gylfi og Alfreð fagna marki gegn Finnlandi árið 2016. Alfreð jafnaði leikinn á 90. mínútu eftir stoðsendingu Gylfa og Raggi Sig tryggði svo sigur í uppbótartíma.
Gylfi og Alfreð fagna marki gegn Finnlandi árið 2016. Alfreð jafnaði leikinn á 90. mínútu eftir stoðsendingu Gylfa og Raggi Sig tryggði svo sigur í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þekkjandi hann þá vill hann alltaf meira.
Þekkjandi hann þá vill hann alltaf meira.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Val í síðustu viku og er að snúa aftur á völlinn en hann hefur ekki spilað síðan í nóvember. Þrátt fyrir það var hann mjög svekktur að vera ekki í landsliðinu sem nú er samankomið í Búdapest og undirbýr sig fyrir umspilsleik gegn Ísrael.

Alfreð Finnbogason var til viðtals á landsliðsæfingunni í dag og var hann spurður út í Gylfa.

„Ef Gylfi er að spila í hverri viku er hann klárlega leikmaður sem nýtist landsliðinu. Ég held að það sé engin umræða," sagði Alfreð

„Þekkjandi hann þá vill hann alltaf meira. Hann á rétt á sínum tilfinningum. Ég leyfi öðrum að dæma um hvort þær séu sanngjarnar eða ekki. Það er hans karakter að vilja alltaf meira og fara hundrað prósent í það sem hann gerir. Þess vegna hefur hann átt svona farsælan feril. Vonandi kemst hann af stað með Val og fer svo að nýtast landsliðinu þegar hann er kominn í toppstand," bætti framherjinn við.

Gylfi gæti spilað sinn fyrsta leik með Val þegar liðið mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins á miðvikudag. Leikur Íslands og Ísraels fer svo fram á fimmtudag.
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner