Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hasenhuttl snýr aftur - Tekur við Wolfsburg (Staðfest)
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl hefur verið ráðinn sem nýr stjóri Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Niko Kovac var rekinn frá Wolfsburg í gær. Króatanum tókst einungis að ná í sex stig af 30 mögulegum í síðustu tíu leikjum liðsins. Liðið situr í fjórtánda sæti þýsku deildarinnar.

Wolfsburg tapaði á heimavelli gegn Augsburg á laugardag og fyllti það tap mælinn hjá forráðarmönnum Wolfsburg.

Núna er Hasenhuttl tekinn við liðinu en hann stýrði síðast Southampton á Englandi. Hann hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Dýrlingana í nóvember árið 2022.

Hasenhuttl er með mikla reynslu frá Þýskalandi en hann hefur stýrt RB Leipzig, Ingolfstadt, VfR Aalen og Unterhaching þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner