Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 11:21
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Staðan á strákunum okkar - Flestir í stórum hlutverkum hjá sínum liðum
Icelandair
Hákon Rafn mun verja mark Íslands gegn Ísrael.
Hákon Rafn mun verja mark Íslands gegn Ísrael.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Finnsson.
Kolbeinn Finnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide tilkynnti á föstudaginn landsliðshóp Íslands fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael sem leikinn verður á fimmtudag. Sigur þar og Ísland kemst í hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM.

Fótbolti.net tekur hér saman hvernig hefur verið að ganga hjá þeim leikmönnum sem eru í hópnum en upplýsingar eru fengnar frá Transfermarkt.

Markverðir:

Elías Rafn Ólafsson - Mafra - 6 leikir
Er á láni frá Midtjylland og spilar alla leiki Mafra sem er um miðja portúgölsku B-deildina.

Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 7 leikir
Gekk í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í janúar. Varði mark Íslands í janúarverkefninu en hefur síðan aðeins leikið einn leik og það var með Brentford B.

Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking - 4 leikir
Norska úrvalsdeildin fer af stað um mánaðamótin.

   18.03.2024 09:59
Ísland hefur æfingar í Búdapest í dag - Mikilvægasti leikur strákanna okkar síðan 2019


Varnarmenn:

Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete - 13 leikir
Hefur verið fastamaður í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Crete sem er um miðja deild í grísku úrvalsdeildinni. Hefur skorað tvö mörk og átt eina stoðsendingu í deildinni.

Kolbeinn Finnsson - Lyngby - 9 leikir
Byrjunarliðsmaður hjá Lyngby og er kominn með tvö mörk og tvær stoðseningar í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Daníel Leó Grétarsson - Sönderjyske - 15 leikir
Leikur alla leiki í hjarta varnarinnar hjá Sönderjyske í dönsku B-deildinni en liðið situr í öðru sæti.

Sverrir Ingi Ingason - Midtjylland - 47 leikir, 3 mörk
Lykilmaður og leiðtogi í miðverðinum í liði Midtjylland sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hefur verið með fyrirliðabandið í síðustu leikjum.

Hjörtur Hermannsson - Pisa - 27 leikir, 1 mark
Fær ekki margar mínútur í ítölsku B-deildinni en hefur komið við sögu í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Hefur verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum.

Guðlaugur Victor Pálsson - Eupen - 42 leikir, 1 mark
Fastamaður sem miðvörður hjá Eupen sem er í harðri fallbaráttu í belgísku úrvalsdeildinni. Er varafyrirliði liðsins.

Alfons Sampsted - Twente - 21 leikur
Var fastamaður í byrjunarliðinu fyrir áramót en er kominn á bekkinn og hefur verið ónotaður varamaður í sjö af síðustu tíu deildarleikjum Twente sem er í þriðja sæti belgísku úrvalsdeildinni.

   15.03.2024 17:26
Stefán Teitur til taks ef eitthvað gerist um helgina


Miðjumenn:

Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 90 leikir, 8 mörk
Leikið 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með tvær stoðsendingar. Var ónotaður varamaður gegn Brentford um helgina og byrjað sem varamaður í síðustu þremur leikjum Burnley sem er í fallsæti.

Ísak Bergmann Jóhannesson - Düsseldorf - 24 leikir, 3 mörk
Fastamaður á miðjunni í byrjunarliði Dusseldorf sem er í fjórða sæti þýsku B-deildarinnar. Er kominn með tvö mörk og fimm stoðsendingar í deildinni á þessu tímabili.

Arnór Ingvi Traustason - Norrköping - 54 leikir, 5 mörk
Sænska deildin er ekki farin af stað en síðasta mánuðinn hefur Arnór leikið tvo bikarleiki.

Hákon Arnar Haraldsson - Lille - 15 leikir, 3 mörk
Hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Lille og verið að spila á vinstri vængnum undanfarna leiki. Er með eitt mark í átján leikjum í frönsku deildinni, þrjú mörk í tveimur bikarleikjum og þrjár stoðsendingar í sex Sambandsdeildarleikjum. Lille er í fjórða sæti frönsku deildarinnar.

Kristian Hlynsson - Ajax - 1 leikur
Hefur verið fastamaður í hollenska stórliðinu og hlotið verðskuldað lof. Er með sex mörk í 22 deildarleikjum fyrir Ajax sem situr í fimmta sæti.

Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 33 leikir, 4 mörk
Fastamaður í byrjunarliði OH Leuven og hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar í 28 leikjum. Liðið er markatölunni frá því að vera í fallsvæðinu í belgísku úrvalsdeildinni.

Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark
Hefur verið inn og út úr byrjunarliði Venezia á tímabilinu en byrjað þrjá af fjórum síðustu deildarleikjum. Er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í ítölsku B-deildinni þar sem Feneyjaliðið er í öðru sæti.

Mikael Anderson - AGF - 24 leikir, 2 mörk
Með eitt mark og þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni og hefur spilað á vinstri vængnum að undanförnu. AGF er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Arnór Sigurðsson - Blackburn - 30 leikir, 2 mörk
Með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í 34 leikjum í deild og bikarkeppnum fyrir lið Blackburn Rovers sem situr í fimmta sæti ensku Championship-deildarinnar.

Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 8 leikir
Með sex mörk og tvær stoðsendingar í 24 deildarleikjum fyrir Go Ahead Eagles sem situr í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Fastamaður sem sóknarmiðjumaður.

   15.03.2024 18:46
„Ef við förum alla leið í vítaspyrnukeppni þá mun Alfreð taka eina af spyrnunum"


Framherjar:

Orri Steinn Óskarsson - FCK - 6 leikir, 2 mörk
Með þrjú mörk og fimm stoðsendingar í sautján deildarleikjum og átti frábæra stoðsendingu gegn Manchester City í Meistaradeildinni nýlega. Hefur byrjað síðustu tvo deildarleiki eftir að hafa verið úti í kuldanum.

Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby - 20 leikir, 6 mörk
Skoraði í langþráðum 2-0 sigri Lyngby gegn Viborg um helgina og er kominn með átta mörk í átján leikjum í dönsku úrvalsdeildinni. Íslendingalið Lyngby situr í áttunda sæti.

Alfreð Finnbogason - Eupen - 73 leikir, 18 mörk
Sóknarmaðurinn reynslumikli hefur verið að koma inn af bekknum hjá Eupen. Er með eitt mark og þrjár stoðsendingar í 27 deildarleikjum á tímabilinu.

Albert Guðmundsson - Genoa - 35 leikir, 6 mörk
Orðaður við stórlið vegna frábærrar frammistöðu með Genoa í ítölsku A-deildinni þar sem hann hefur skorað tíu mörk og átt þrjár stoðsendingar í 27 leikjum. Genoa er í tólfta sæti.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner