Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sterling bað stuðningsmenn Chelsea afsökunar
Mynd: EPA
Raheem Sterling, leikmaður Chelsea á Englandi, hefur beðist innilegrar afsökunar á að hafa klúðrað vítaspyrnu í 4-2 sigri Chelsea á Leicester í enska bikarnum í gær.

Englendingurinn átti slæman dag á skrifstofunni en hann klúðraði víti, nokkrum frábærum færum og þrumaði þá aukaspyrnu hátt yfir markið, sem orsakaði það að stuðningsmenn fóru að baula á hann.

Stuðningsmenn Chelsea voru allt annað en sáttir við frammistöðu Sterling og létu hann finna fyrir því, en eftir leikinn bað Mauricio Pochettino þá um að sýna honum stuðning og hætta að gagnrýna.

Sterling tókst vissulega að leggja upp eitt mark í leiknum, en hann ákvað sjálfur að fara á samfélagsmiðla og biðjast afsökunar á að hafa klúðrað vítaspyrnunni.

„Ég vil biðja alla stuðningsmenn Chelsea afsökunar á að hafa klúðrað vítinu. Ég kem tíu sinnum sterkari til baka til að hjálpa liðinu að vinna og halda áfram að berjast fyrir merkið á hverjum einasta degi,“ sagði Sterling.
Athugasemdir
banner
banner
banner