Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sturlaðar senur í Tyrklandi - Markvörðurinn kýldur og annar sparkaði í höfuðið á stuðningsmanni
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi er búinn að vera æfa hringsparkið
Michy Batshuayi er búinn að vera æfa hringsparkið
Mynd: Fenerbahce
Jayden Oosterwolde, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi, gæti átt yfir höfði sér kæru og langt bann eftir að hann sparkaði í höfuð stuðningsmanns Trabzonspor eftir leik liðanna í gær.

Fenerbahce vann 3-2 útisigur á Trabzonspor en leikmenn gestanna fögnuðu sigrinum óhóflega mikið.

Fyrir leikinn voru 27 stig á milli þessara liða. Fenerbahce í harðri samkeppni við Galatasaray í titilbaráttunni en Trabzonspor í þriðja sætinu — langt frá þeirri baráttu.

Leikmenn Fenerbahce ákváðu samt að fagna sigrinum óhóflega mikið á miðjum velli og það fyrir framan heimamenn en eðlilega fór það ekkert sérlega vel í þá.

Stuðningsmennirnir náðu að brjóta sér leið inn á völlinn og þurftu leikmenn Fenerbahce að vernda sig áður öryggisverðir vallarins náðu að skerast inn í leikinn.

Oosterwolde, sem spilar með Fenerbahce, sparkaði í höfuð stuðningsmanns Trabzonspor sem lá í grasinu. Ógeðfelld árás, sem gæti orðið til þess að hann verði kærður fyrir hættulega líkamsárás og fengið margra leikja bann.

Dominik Livakovic, markvörður Fenerbahce, var kýldur í andlitið á meðan Michy Batshuayi, framherji liðsins, tók svakalegt hringspark í annan stuðningsmann. Leikmenn voru óhræddir við að lumbra á stuðningsmönnunum og verða eflaust einhverjir eftirmálar.








Athugasemdir
banner
banner
banner