Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 18. apríl 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sex bestu endurkomur Liverpool í Evrópu
Divock Origi með Meistaradeildarbikarinn.
Divock Origi með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard stekkur í fang John Arne Riise.
Steven Gerrard stekkur í fang John Arne Riise.
Mynd: Getty Images
Liverpool leikur gegn Atalanta á útivelli í kvöld í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Atalanta er með öll spil á hendi eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum.

Til að komast áfram þarf Liverpool að framkvæma magnaða endurkomu. Félagið hefur átt nokkrar svakalegar í Evrópusögu sinni og BBC tók saman sex þær bestu.

Liverpool 4-0 Barcelona (Samtals: 4-3) - 2019
Eftir að hafa tapað fyrri undanúrslitaleiknum 3-0 í Barcelona þá náði Liverpool einni mögnuðustu endurkomu sem Meistaradeildin hefur séð. Divock Origi kom Liverpool á bragðið eftir sjö mínútur.

En þegar varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði tvívegis á 122 sekúndna kafla sveiflaðist einvígið Liverpool í hag. Origi skoraði aftur og kom Liverpool áfram, eftir klókindi Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu en hann greip andstæðingana sofandi.

Liverpool komst í úrslitaleikinn og vann Tottenham 2-0 og lyfti sjötta Meistaradeildarbikar sínum.

Liverpool 4-3 Borussia Dortmund (Samtals: 5-4) - 2016
Innan við ári eftir að Jurgen Klopp tók við sem stjóri Liverpool vann félagið magnaðan endurkomusigur gegn hans fyrrum félagi í Evrópudeildinni.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 en Dortmund komst 2-0 yfir á fyrstu tíu mínútunum í seinni leiknum. Þarna var útivallamarkareglan í gildi og Liverpool þurfti að vinna leikinn til að forðast það að falla úr leik. Divock Origi minnkaði muninn en Marco Reus svaraði aftur fyrir Dortmund.

Philippe Coutinho og Mamadou Sakho skoruðu og jöfnuðu í 3-3 og á 91. mínútu fullkomnaði Dejan Lovren magnaða endurkomu með skallamarki fyrir framan Kop stúkuna. Allt trylltist á Anfield en Liverpool tapaði svo á endanum í úrslitaleiknum gegn Sevilla.

AC Milan 3-3 Liverpool (Liverpool vann 3-2 í vítaspyrnukeppni) - 2005
Kraftaverkið í Istanbúl, einn rosalegasti úrslitaleikur í sögu Meistaradeildarinnar. AC Milan var sigurstranglegra liðið og komst yfir strax í byrjun með marki fyrirliðans Paolo Maldini áður en Hernan Crespo skoraði tvívegis og ítalska stórliðið var 3-0 yfir í hálfleik.

En Liverpool minnkaði muninn á 54. mínútu þegar Steven Gerrard skallaði inn fyrirgjöf John Arne Riise áður en Vladimir Smicer skoraði annað mark með langskoti. Gerrard fékk svo vítaspyrnu, Xabi Alonso fór á punktinn og spyrna hans var varin áður en hann skoraði úr frákastinu og staðan orðin 3-3.

Leikurinn fór í framlengingu og á 117. mínútu kom Jerzy Dudek í veg fyrir að Andriy Shevchenko skoraði með tvöfaldri vörslu. Liverpool vann svo í vítakeppni þar sem Serginho skaut yfir áður en Dudek varði frá Andrea Pirlo. Shevchenko þurfti að skora til að halda Milan inn í þessu en Dudek varði aftur.

Liverpool 3-1 Olympiakos (2004)
Liverpool þurfti að vinna Olympiakos með tveggja marka mun í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gestirnir voru 1-0 yfir í hálfleik og útlitið dökkt á Anfield.

Florent Sinama Pongolle jafnaði fyrir Liverpool og Neil Mellor kom liðinu yfir á 81. mínútu. Það var svo Steven Gerrard sem skoraði þriðja markið mikilvæga fjórum mínútum fyrir leikslok.

Eftir riðlakeppnina sló Liverpool út Bayer Levekusen, Juventus og Chelsea og komst í úrslitaleikinn fræga gegn AC Milan.

Liverpool 3-1 Saint-Etienne (Samtals: 3-2) - 1977
Liverpool átti snúið einvígi gegn Frakklandsmeisturum Saint-Etienne og tapaði fyrri leiknum í Frakklandi. Kevin Keegan jafnaði einvígið á eftirminnilegu kvöldi á Anfield en Saint-Etienne náði forystunni á ný.

Saint-Etienne var því 2-1 yfir samtals og vegna útivallamarkareglunnar þá hefði Liverpool þurft að skora tvívegis til að komast áfram. Ray Kennedy skoraði og David Fairclough hélt tveimur varnarmönnum frá sér til að skora markið sem réði úrslitum fyrir framan Kop.

Liverpool rúllaði yfir Zurich samtals 6-1 í undanúrslitum og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið vann Borussia Mönchengladbach 3-1 og lyfti bikarnum.

Liverpool 3-2 Club Brugge 1976
Fyrir næstum 48 árum síðan náði Liverpool svakalegri endurkomu í úrslitaleik UEFA bikarsins. Liðið lenti 2-0 undir í fyrri leiknum en jafnaði með mörkum Jimmy Case og Ray Kenned. Endurkoman var fullkomnuð þegar Kevin Keegan skoraði af vítapunktonum.

Seinni leikurinn endaði 1-1 svo Liverpool vann einvígið 4-3.
Athugasemdir
banner
banner