Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 18. maí 2015 19:30
Elvar Geir Magnússon
Cuneyt Cakir dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Cakir að störfum á HM.
Cakir að störfum á HM.
Mynd: Getty Images
Tyrkinn Cuneyt Cakir dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Juventus og Barcelona eigast við í Berlín laugardaginn 6. júní.

Cakir er 38 ára og hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2006.

Á þessu tímabili hefur hann dæmt þrjá Evrópudeildarleiki og fjóra í Meistaradeildinni, þar á meðal fyrri leik Paris Saint-Germain og Chelsea í 16-liða úrslitum.

Fjórði dómari verðir Svíinn Jonas Eriksson. Englendingurinn Martin Atkinson mun dæma úrslitaleik Evrópudeildarinnar milli Dnipro Dnipropetrovsk og Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner