Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta sigurmark Englands í uppbótartíma
Kane fagnar sigurmarkinu.
Kane fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
England vann dramatískan sigur á Túnis á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í kvöld.

Harry Kane kom Englandi yfir á 11. mínútu en Túnis jafnaði úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Það virtist stefna í jafntefli þangað til Kane skoraði aftur í uppbótartímanum.

Bæði mörk Kane komu eftir hornspyrnur. Af hverju í ósköpunum var hann að taka hornspyrnurnar á EM í Frakklandi? Aðeins Roy Hodgson getur svarað því.

Eins og fyrr segir kom sigurmark Englands í uppbótartíma en þetta er fyrsta sigurmark Englands í uppbótartíma eftir 90 mínútur af venjulegum leiktíma í sögu þeirra á HM.

Næsti leikur Englands á HM er við Panama á sunnudag.



Athugasemdir
banner
banner