Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. júní 2018 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Fyrirliðinn tryggði Englandi sigur á síðustu stundu
Þessi heldur áfram að raða inn mörkum.
Þessi heldur áfram að raða inn mörkum.
Mynd: Getty Images
Dele Alli, leikmaður Englands, í baráttu í leiknum.
Dele Alli, leikmaður Englands, í baráttu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Tunisia 1 - 2 England
0-1 Harry Kane ('11 )
1-1 Ferjani Sassi ('35 , víti)
1-2 Harry Kane ('90 )

England var að spila við Túnis á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar var dramatíkin í fyrirrúmi.

Moskítófaraldur er í Volgograd þar sem leikurinn fór fram og var það að trufla leikmenn í upphitun. Það truflaði hins vegar lítið í leiknum sjálfum.

Verður þetta mótið hans Harry Kane?
Eftir sigur á Belgíu í Panama fyrr í dag í sama riðli, þá vildi England að sjálfsögðu vinna Túnis. Englendingar byrjuðu af miklum krafti og kom Harry Kane Englandi yfir með marki eftir hornspyrnu á 11. mínútu. Þetta var fyrsta mark Kane á stórmóti fyrir enska landsliðið en hinn 24 ára Kane er fyrirliði Englands á mótinu.

Englendingar voru sterkari í byrjun og fengu nokkur færi til þess að bæta við marki en á 35. mínútu dró til tíðinda þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Enskir stuðningsmenn voru langt frá því að vera sáttir með spyrnuna.


Ferjani Sassi fór á punktinn fyrir Túnis og skoraði fram hjá Jordan Pickford. Þetta var fyrsta mark Afríkuliðs á mótinu.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum varðist Túnis vel og virtist lengi vel ætla að stefna í jafntefli. Það hefðu verið hræðileg úrslit fyrir England og enskir fjölmiðlar líklega hraunað yfir liðið. En í uppbótartíma skoraði Harry Kane sitt annað mark á stórmóti og aftur kom það eftir hornspyrnu. Það var Kane sem tók hornspyrnur England á EM 2016. Af hverju í ósköpunum gerði hann það?


Túnis náði ekki að svara marki Kane og lokatölur 2-1 fyrir England.

Hvað gerist næst?
England er með þrjú stig eins og Belgía í G-riðli. Næsti leikur Englands er við Panama næsta sunnudag. Túnis spilar við Belgíu á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner