Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. júní 2018 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Rui Patricio til Wolves (Staðfest)
Rui Patricio og Pepe þekkjast vel.
Rui Patricio og Pepe þekkjast vel.
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn Rui Patricio er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Wolves, sem eru komnir aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir sex ára fjarveru.

Úlfarnir eru að byggja nokkuð portúgalskt lið þar sem Nuno Espirito Santo er við stjórnvölinn, en samlandi hans Ruben Neves var besti maður Championship deildarinnar á tímabilinu.

Með komu Rui Patricio eru sex Portúgalar í leikmannahópi Úlfanna. Patricio kemur frítt frá Sporting, enda fékk hann að losna undan samningi frá félaginu eftir árás grímuklæddra stuðningsmanna á leikmenn liðsins.

Patirico er aðalmarkvörður Portúgala og var í lykilhlutverki er þeir urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum. Hann hefur verið hjá Sporting undanfarin 18 ár og skilaði inn rúmlega 30 blaðsíðna skýrslu til félagsins áður en það samþykkti að enda samninginn, sem átti að gilda til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner