Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 18. september 2017 12:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnar Grétars: Leiðinlegt að horfa upp á strákana í þessari stöðu
Varnarmenn Breiðabliks hafa átt dapurt sumar.
Varnarmenn Breiðabliks hafa átt dapurt sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar var rekinn frá Blikum í byrjun sumars.
Arnar var rekinn frá Blikum í byrjun sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson ræddi í dágóðan tíma við Tómas Þór og Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Meðal annars var rætt um Pepsi-deildina og var Arnar spurður að því hvernig tilfinning það væri að fylgjast með hans gömlu lærisveinum í Breiðabliki úr stúkunni og sófanum.

Arnar var eins og kunnugt er rekinn eftir tvær umferðir í sumar. Tímabilið hefur verið erfitt hjá Blikum sem eru í sjöunda sæti, fjórum stigum frá fallsæti.

„Ég ætla ekkert að ljúga, auðvitað er það erfitt vegna þess hvernig ég fór út. Ég er ekki með neinar hlýjar tilfinningar til stjórnarmanna, ég skal bara vera alveg heiðarlegur. En ég ber miklar tilfinningar til leikmanna. Þeir voru eins og strákarnir mínir," segir Arnar.

„Það er mjög leiðinlegt að horfa upp á strákana vera í þessari stöðu, vitandi það hve mikil gæðin eru í liðinu. Við getum tekið stöðu fyrir stöðu og liðið getur keppt við hvaða lið sem er. Það er mikill fótbolti í liðinu og þeir hafa sýnt það. Það hafa komið kaflar með glimrandi fótbolta, þeir hafa haldið bolta og skapað færi en kannski ekki nýtt þau."

Breiðablik hefur sótt öll sín stig gegn liðum í neðri hlutanum en vegnað illa gegn þeim efri. Varnarleikur liðsins hefur einnig verið mikið í umræðunni.

„Helsti munurinn núna er að þeir hafa fengið svo mikið af mörkum á sig. Ef þú ætlar að vinna eitthvað er forsendan góður varnarleikur og fá lítið af mörkum á sig. Maður sér þetta bara með Val. Þetta er eitthvað sem Blikarnir verða að vinna í," segir Arnar.

Breiðablik tapaði 4-3 fyrir Grindavík í Pepsi-deildinni í gær en liðið hefur fengið 33 mörk á sig í 20 leikjum. Til samanburðar fékk liðið 33 mörk á sig samtals 2015 og 2016, í 44 deildarleikjum undir stjórn Arnars.

Ljósasti punktur sumarsins fyrir Blika hefur verið Gísli Eyjólfsson sem hefur leikið mjög vel.

„Það hefur verið gaman að fylgjast með Gísla. Það er gaur með gríðarlega hæfileika. Það eru bara litlir hlutar sem hann þarf að beisla," segir Arnar.

Sjá einnig:
Hlustaðu á hringborðsumræðurnar með Tómasi, Elvari og Arnari
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner