Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. september 2017 22:30
Stefnir Stefánsson
Ray Wilkins: Costa ætti að spila frekar en Morata
Mynd: Getty Images
Ray Wilkins, fyrrum þjálfari hjá Chelsea og nú síðast knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að Chelsea ættu frekar að nota Diego Costa heldur en Alvaro Morata.

Diego Costa hefur ekki komið við sögu hjá Chelsea eftir að Antonio Conte, stjóri liðsins, tjáði honum eftir síðasta tímabil í sms-skilaboðum, að hann væri ekki í plönum sínum fyrir komandi leiktímabil.

Í fjarveru Costa var Morata keyptur til félagsins á 70 milljónir punda en hann hefur nú þegar skorað þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum sínum fyrir Chelsea í deildinni.

Þrátt fyrir það finnst Ray Wilkins sem er fyrrum aðstoðarþjálfari Chelsea að Morata sé betri knattspyrnumaður en týpan sem að Diego Costa er myndi nýtast Chelsea betur.

„Ég sé það að Morata er mögulega betri alhliða knattspyrnumaður, hann er með betra vald á knettinum, betri hreyfingar og örugglega aðeins sneggri líka," sagði Wilkins um Morata.

„En þegar þú lýtur á skepnuna sem býr í Costa, hann kemur andstæðingum sínum í mikið uppnám. Ég myndi miklu frekar hafa Costa en Morata ef ég ætti að velja"

„Ég skil ekki hversvegna Chelsea er ekki bara með báða. Hann ætti að vera á Stamford Bridge og þá fyrst væri Chelsea með heimsklassa framlínubreidd." bætti Wilkins við.

„En í staðinn er hann bara á ströndinni í Brasilíu með vinum sínum að leika sér að spila 5 á móti 5. sagði Wilkins sem skilur hvorki upp né niður í máli Diego Costa.
Athugasemdir
banner
banner