Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Króatíska knattspyrnusambandið brjálað út í bullurnar
Króatísku fótboltabullurnar töfðu leikinn um 10 mínútur.
Króatísku fótboltabullurnar töfðu leikinn um 10 mínútur.
Mynd: Getty Images
Króatíska knattspyrnusambandið (HNS) hvetur ríkisstjórn Króatíu til að kæra mennina sextán sem voru handteknir á Ítalíu.

Sextán menn sem ferðuðust til Ítalíu með króatíska landsliðinu voru handteknir á vellinum eftir að stöðva þurfti leikinn í tvígang vegna óláta.

Króatar voru betri í leiknum gegn Ítölum en honum lauk með 1-1 jafntefli og eru liðin saman á toppi H-riðils með 10 stig.

,,HNS hvetur króatísk stjórnvöld til að kæra allar fótboltabullur sem tóku þátt í atvikinu, lögin á Ítalíu leyfa það," stendur í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

,,Við viljum hjálp frá öllum hornum samfélagsins, svona atvik eru landi okkar og íþróttinni til skammar."
Athugasemdir
banner
banner
banner