Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. nóvember 2015 10:27
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Martial yfirgaf Wembley á hækjum í gær
Anthony Martial í leiknum í gær.
Anthony Martial í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United kemur ekki sérlega vel út úr landsleikjahléinu að þessu sinni því Anthony Martial landsliðsmaður Frakka yfirgaf Wembley á hækjum í gær í lok 2-0 taps gegn Englendingum.

Michael Carrick miðjumaður United var borinn af velli þegar England mætti Spánverjum í síðustu viku meiddur á ökkla og svo bættust meiðsli Martial við í gær.

Antoine Griezmann leysti stöðu Martial á vellinum eftir rúmlega klukkutíma leik í gær.

Eftir leik sást Martial haltra um á hækjum á viðtalasvæðinu og fóturinn var í miklum umbúðum.

Hann sló í gegn eftira ð hafa komið frá Monaco í fyrrasumar og hefur skorað fimm mörk fyrir Manchester United.

„Hann var mikið verkjaður eftir leikinn eftir atvik í teignum," sagði Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka um þennan 19 ára framherja. „Þetta var högg ofarlega á fæti hans."
Athugasemdir
banner
banner