Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2015 10:13
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Sneijder á leið í raðir Chelsea
Powerade
Wesley Sneijder er á leið í ensku úrvalsdeildina samkvæmt slúðrinu í dag.
Wesley Sneijder er á leið í ensku úrvalsdeildina samkvæmt slúðrinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum.

Saido Berahino framherji WBA er á óskalista Chelsea. (Daily Telegraph)

Joe Cole miðjumaður Aston Villa mun framlengja lánssamningi sínum til Coventry City fram í janúar og gæti svo í kjöfarið framlengt dvölinni enn frekar. (Birmingham Mail)

Chelsea vonast til að hafa betur í baráttunni við Manchester United um að hreppa Sofiane Feghouli kantmann Valencia. (Fichajes)

Jesse Lindgard kantmaður Man Utd segir að Liverpool hafi reynt að fá sig áður en hann fór til erkiféndanna. (Sky Sports)

Mario Balotelli framherji AC Milan verður frá keppni fram á næsta ár því hann þarf að fara í aðgerð á nára. (Daily Mail)

Dean Holdsworth fyrrverandi framherji Bolton og Amir Khan boxari munu í vikunni ganga frá yfirtöku á Bolton Wanderers fyrir 15 milljónir punda. (Daily Star)

Chelsea er líklegast til að hreppa Amadou Diawara miðjumann Bologna en samkomulag við umboðsmann tengdan Roman Abramovich mun vera nánast í höfn. (Di Marzio)

Chelsea ætlar að kaupa upp samning Wesley Sneijder hjá Galatasaray í janúar. (Fanatik)

Liverpool hefur gert tilboð í Lucas Biglia fyrirliða Lazio en hann er argentískur miðjumaður. (Gazetta World)
Athugasemdir
banner
banner
banner