Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. janúar 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giovinco fer frítt til Toronto (Staðfest)
Giovinco á 21 A-landsleik að baki fyrir Ítalíu.
Giovinco á 21 A-landsleik að baki fyrir Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Sebastian Giovinco fer frítt til Toronto FC þegar samningur hans við Juventus rennur út í sumar.

Giovinco er 27 ára gamall og var eftirsóttur af liðum á borð við Arsenal og Lyon en valdi MLS deildina.

Jozy Altidore var fenginn til Toronto í síðustu viku og eru allir innan félagsins gríðarlega spenntir fyrir nýju leikmönnunum.

,,Þetta er stórt skref fyrir félagið að bæta leikmanni á borð við Sebastian Giovinco við hópinn," sagði Michael Bradley, miðjumaður Toronto, sem var leikmaður Roma og mætti Giovinco reglulega í keppnisleikjum.

,,Í Giovinco finnum við frábæran leikstjórnanda og gríðarlega hæfileikaríkan leikmann."

Giovinco spilar yfirleitt sem kantmaður eða sóknartengiliður og er þekktur fyrir hraða sinn og tækni.
Athugasemdir
banner
banner